Bjarni Elvar Pjetursson

Dr. Bjarni Elvar Pjétursson lauk prófi frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 1990. Bjarni starfaði í fimm ár á eigin tannlæknastofu á Egilsstöðum og hóf störf á Tannlæknastofunni Valhöll árið 1995.

Árin 2000 til 2005 stundaði Bjarni framhaldsnám í tannholds- og tannplantalækningum sem og munn- og tanngervalækningum við Háskólann í Bern í Sviss. Bjarni varði doktorsritgerð sína frá tannlæknadeild HÍ árið 2014.

Í dag er Bjarni prófessor í munn- og tanngervalækningum við Tannlæknadeild Háskóla Íslands.

Bjarni heldur reglulega fyrirlestra á þingum og námskeiðum víða um heim. Bjarni er mikill hestamaður.


Tannlæknastofan Valhöll
Tannlæknastofan Valhöll
Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavík
Sími: 568-2522 og 553-0620


Reykjavík Implant Center