Tannvernd á meðgöngu

Er aukin hætta á tannskemmdum fyrir og eftir meðgöngu?
Í raun hafa engar rannsóknir sýnt fram á bein tengsl þungunar og aukinnar tannskemmdatíðni.  Það eru miklu frekar utanaðkomandi þættir sem þeim valda. Utanaðkomandi þættir eru m.a.. sykurneysla og þrif. Þegar að verðandi mæður hætta að vinna og hafa meira tíma aflögu heima við hættir þeim til að breyta matarvenjum sínum og narta meira milli mála.  Þetta er sérstaklega áberandi eftir meðgöngu þegar að vökunætur og tímaleysi gera það að verkum að nart milli mála eykst. Þrifnaðarvenjur breytast einnig og mæður jafnt sem feður sofna oftar með óburstaðar tennur.
 
Hvað get ég gert?
Það sama og venjulega bursta og nota tannþráð en hafa í huga að breytingunum sem fylgja barneigninni fylgja oft breytingar í matar og þrifnaðarvenjum.  Margar mæður tala um að tennur þeirra skemmist á meðgöngunni. Það getur verið rétt en munið að það eru Karíus og Baktus sem skemma tennurnar og þeir lifa á sykri.  Þungunin hefur ekki áhrif beint eða óbeint á þá heldur er það burstunin sem skiptir máli.
 

Hvað með tannholdið?          
Öðru máli gegnir um tannholdið. Bakteríur í tannholdinu sem að öllu jöfnu valda ekki neinum óþægindum geta nýtt sér progesterone og estradiol hormón úr blóðinu sem fæðu.  Þetta eru þau hormóm sem líkami kvenna framleiðir meira af við þungun. Bakteríunum fjölgar þ.a.l. og erfiðar reynist að berjast gegn þeim  Þá valda þessi hormón einnig breytingum í fínum háræðum tannholdsins sem gera það viðkvæmara fyrir áreiti frá bakteríum og áverka  t.d. frá tannbursta.  Einnig er talið að bæling ónæmiskerfis hafi áhrif enn fyrrgreindir þættir ráða meiru.

Til er nokkuð sem heitir “meðgöngu-tannholdsbólaga” og er nokkuð algeng.  Talið er að  30-100% kvenna finni fyrir einhverjum einkennum tannholdsbólgu aðallega á þriðja til áttunda mánuði meðgöngu. Tannholdið á milli tannanna verður skyndilega mjög bólgið og blæðir úr tannholdinu við minnstu snertingu  Þá geta komið all fyrirferðamiklir stakir bólguhnúðar í  tannholdið á milli tannanna.
 
Hvað er til ráða?
Munið bara að þungunin sjálf veldur ekki bólgunum. Það bakteríunar sem það gera. Þungunin og breytingin sem hún veldur gerir bara bakteríunum auðveldar fyrir. Þess vegna eru það alltaf þrifin sem skipta mestu máli. Regluleg notkun tannþráðs og burstun tvisar á dag er alltaf lykilatriði. Ef vart verður við bólgur í tannholdi leitaðu til tannlæknis og hann á að geta leiðbeint þér varðndi notkun á munnskoli sem oft hjálpa í verstu tilfellunum.
           
 

Tannlæknastofan Valhöll
Tannlæknastofan Valhöll
Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavík
Sími: 568-2522 og 553-0620


Reykjavík Implant Center