Hirða gervitanna

Þrif
Um þrif á gervitönnum gilda sömu lögmál og með eigin tennur.  Þær þarf að þrífa kvölds og morgna og jafnvel milli mála  Notið þó ekki tannkrem því í því er slípimassi sem eyðir upp plastinu.  Best er að nota handsápu.
Fyllið vaskinn af vatni og þrífið tennurnar yfir vatninu því þá er síður hætta á að ef þið missið tennurnar þá muni þær brotna.
Þá er einnig gott að nota þar til gerðar hreinsitöflur sem leggja má tennurnar í yfir nótt sem leysa upp tannstein og önnur óhreinindi.  Tannsteinn getur nefnilega einnig lagst á gervitennur eins og aðrar tennuur.  Einnig getur verið gott að láta tennurna liggja í klórhexedín munnskoli af og til en við það drepast bakteríur og sveppir.  Klórhexedín fæst í öllum apotekum undir sérheitinu Corsodylâ
Hreinar tennur falla betur að undirlaginu, líta betur út og koma í veg fyrir andremmu.

Á næturnar
Ekki er mælt með því að sofið sé með tennurnar.    Að öllu jöfnu þarf slímhúðin hvíld yfir nóttina auk þess sem beinrýrnun getur orðið hraðari sökum aukins álags.  Geymið tennurnar í köldu vatni.  Forðist algerlega að geyma tennurnar þurrar.
Með reglulegu millibili getur verið gott að geyma tennurnar í sótthreinsandi legi, annaðhvort í óþynntum legi í nokkra klukkutíma eða yfir nótt í þynntum legi.CorsodylÒ eða sambærilegir vökvar eru sérstaklega góðir og geta komið í veg fyr sveppasýkingar.  Fáið ráðleggingar hjá tannlækninum um slíkt.


Tannlæknastofan Valhöll
Tannlæknastofan Valhöll
Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavík
Sími: 568-2522 og 553-0620


Reykjavík Implant Center