Skorufyllingar

Hvers vegna þarf skorufyllur?
Tennur mannsins eru því miður þannig úr garði gerðar að tannsýkla og óhreinindi safnast auðvellega í tyggiskorur tannanna og auka þ.m. hættuna á tannksemmdum jafnvel þó þrifið sé vel.  Skorurnar eru oft það djúpar og þröngar að burstahárin ná ekki að þrífa dýpstu pittina.  Þetta á aðallega við um sex ára jaxla og tólf ára jaxla.
 
Hvað er til ráða?
Best er að grípa inn í um leið og tönnin kemur upp í munnholið.  Þá er einmitt mesta hættan  á skemmdum .  Tennurnar eru auk þess oft mjög aftarlega í annars littlum munni og erfitt getur reynst að koma burstanum svo langt aftur. Með því að fylla upp í skorur tannanna verður yfirborð tannanna auðþrífanlegara.
 
Hvað duga skorufyllur lengi?
Skorufyllurnar duga langt fram á fullorðinsár.  Ef þær slitna óeðlilega er einfalt að koma þeim fyrir aftur og kjósa margir fullorðnir að gera það ef svo ber undir.
 
Hvernig er þetta gert?
Aðgerðin fellst í því að rispa upp og þrífa glerung tannanna í og við tyggiskorurnar og renna fljótandi plasti í þær.   Ekki er þörf á deyfingu nema í þeim tilfellum þegar koam þarf gúmmídúk fyrir til einangrunar. Í einstaka tilefellum koma í ljós skemmdir og þarf þá að deyfa og gera við með stærri fyllingu

 


Tannlæknastofan Valhöll
Tannlæknastofan Valhöll
Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavík
Sími: 568-2522 og 553-0620


Reykjavík Implant Center