Nýjar Gervitennur

Gervitennur eru hjálpartæki
Þótt óheppilegt sé að missa sínar eigin tennur þá eru gervitennur mikilvægari fyrir heilsufar og vellíðan fólks en sýktar eigin tennur. Útlit hefur einnig mikið að segja og fallegar gerfitennur geta aukið á sjálfsöryggi fólks sem kannski hefur ekki geta brosað framan í heiminn í langann tíma.
 
Árangur
Hversu vel tekst til við smíði gervitanna fer eftir ýmsu og getur það verið mjög einstaklingsbundið hverni til tekst.
Þættir eins og aldur, heilsa, skapferli, lögun og stærð munnisins og hve langt er síðan tennur voru fjarlægðar skipta máli. Ekki má gleyma væntingus sjúklings sem ráða miklu auk áhrifa frá vinum og ættingjum. Engir tveir eru eins og hafa skal í huga að árangur er aldrei sá sami í tveimur tilfellum.
Þá skal ávallt hafa í huga að gervitennur jafnast aldrei á við eigin tennur en svo sannarlega eru þær betri en engar tennur eða sýktar eigin tennur
 
Aðlögunartími
Það að venjast gervitönnum getur tekið langan tíma og krefst mikillar festu og þolinmæði. Það tekur suma margar vikur að ná tökum á þeim og fer m.a.eftir fyrrgreindum þáttum. Sú framandi tilfinning að hafa gervitennurnar í munninum hverfur eða a.m.k. minnkar með tímanum.
 
Tygging og tal
Enginn skyldi ætla að auðvelt sé að borða með nýjum gervitönnum fyrst í stað. Ráðlagt er að taka sér góðan tíma. Takið litla bita í fyrstu og deilið tuggunni milli beggja helminga munnsins.  Þá getur tekið langan tíma að venja sig af óeðlilegum tyggingarmáta ef áður voru notaðar lélegar gervitennur eða fáar og ónýtar eigin tennur. Þá getur verið erfitt að framkvæma ákveðin hljóð við tal en fljótlega kemst fólk upp á lag með það.  Sérstaklega er um að ræða s-og f-hljóð.
 
Ávanar og kækir

Ekki er æskilegt að venja sig á kæki svo sem að velta neðri góm eða vera að sífelldu japli og gnístri. Slíkt veldur óæskilegu og auknu álagi á undirliggjandi slímhúð.
 
Viðhald
Gervitönnum þarf að halda við og er ekki æskillegt nota tennur lengur en í tíu ár. Undirstöðuvefir tannanna taka breytingum með árunum og gera það að verkum að tennur fara að passa verr. Í millitíðinni er hægt að leiðrétta smá breytingar á undirlaginu með því að fóðra tennurnar. Komið reglulega í eftirlit og látið tannlækninn skoða  ástand tannanna með reglulegu millibil svo unnt sé að grípa inn í. Lélegar gervitennur gera illt verra og geta gert það að verkum að þegar loksins á að gera nýjar tennur verður árangurinn ekki eins góður.


Tannlæknastofan Valhöll
Tannlæknastofan Valhöll
Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavík
Sími: 568-2522 og 553-0620


Reykjavík Implant Center