Rótfylling

Hvað er rótfylling?
Þegar tönn er rótfyllt er vefurinn í kviku tannarinnar fjarlægður og kvikunni er komið fyrir efni sem lokar og þéttir innra rými tannarinnar.
 
Hvað er tannkvika?
Kvikan er mjúkur vefur sem inniheldur taugar og æðar sem næra tönnina.
 
Hvað gerist ef kvikan verður fyrir áverka?
Ef kvikan sýkist getur hún ekki gert við sig sjálf.  Algengasta ástæðan fyrir sýkingu eru djúpar skemmdir eða tannbrot.  Bakteríur í munnvatninu komast inní kvikuna og valda sýkingunni.  Ef ekkert er að gert nær sýkingin inn að beini og graftarkýli getur myndast.
 
Hvers vegna þarf að fjarlægja kvikuna?
Eins og áður sagði getur kvikan ekki gert við sig sjálf. Fjarlægja þarf kvikuna því að viðvarandi sýking getur valdið það miklum bólgum í og við tönnina að fjarlægja verður hana.  Þá getur viðavarandi sýking valdið varanlegum skemmdum í beinini í kringum tönnina.
 
Hvernig fer rótfyllingin fram?
Venjulega þarf eina til þrár heimsóknir
    1)  Svæðið er deyft og opnað er gat inn í tönnina.
    2)  Kvikuvefurinn er fjarlægður og rýmið er hreinsað og þjalað til í rétt form.
    3)  Stundum er bakterídrepandi efnum komið fyrir í kvikunni.
    4)  Bráðabirgða fyllingu er komið fyrir í tönninni til að verja hanna milli heimsókna, þá getur einnig verið nauðsynlegt að gefa sýklalyf.
    5)  Kvikuhólfið er hreinsað og fyllt. Stundum er stálpinna komið fyrir í rótarganginum til að styrkja fyllinguna sem fer í krónuhluta tannarinnar.
    6)  Lokaskrefið felur í sér að koma krónu yfir tönnina.
 
Hve lengi endist rótfylling?
Rótfylling á að geta dugð ævina út. Krónuhluti tannarinnar getur þó orðið fyrir skemmdum allt eftir því hvernig þrif eru. Króna yfir rótfyllta tönn gefur betri endingu. Rótfylltar tennur verða þurrar og stökkar með tímanum og því enn meir nauðsyn að koma fyr krónu yfir tönnina til að styrkja hana og vernda.

Tannlæknastofan Valhöll
Tannlæknastofan Valhöll
Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavík
Sími: 568-2522 og 553-0620


Reykjavík Implant Center